Staðfestingargjald:
 • Hvert lið þarf að greiða kr. 18.000,-  í staðfestingargjald (A-lið 18.000,-  B-lið 18.000,-  og C-lið 18.000,- ) inn á reikning 0185-26-401 í Landsbanka Vestmannaeyja fyrir 17. febrúar 2017 og senda kvittun á sigfus@ibv.is  Gjaldið er óafturkræft, (dregst ekki frá þátttökugjöldum einstaklinga). Kennitala félagsins er 680197-2029.

Þátttökugjald:

 • Síðan er kr. 18.000,-  þátttökugjald fyrir hvern þátttakanda. Þetta er jafnaðarverð, börn og fullorðnir greiða sama gjald. Greiða þarf fyrir 12. maí 2017 og senda kvittun á sigfus@ibv.is 

Innifalið í þátttökugjaldi:

 • Við komu og brottför er rútuferð til og frá bryggju/flugvelli að og frá gististað sé þess óskað.
 • Gisting í svefnpokaplássi í skólastofu eða sambærilegu.
 • Morgunverður alla morgna, fimmtudag til laugardags.
 • Heit máltíð alla dagana. 1 máltíð á miðvikudegi, 2 máltíðir fimmtudag og föstudag auk þess ein á laugardag.
 • Skemmtikvöld, grillveisla, diskósund, skemmtisigling, lokahóf, 2x frítt í sund og ýmislegt annað skemmtilegt.
 • Rútuferð um eyjuna sem og bátsferð með Viking tours félögin skipuleggja sjálf bátsferð í samráði við Viking tours 488-4884

Fyrir foreldra og fararstjóra:

 • Tveimur fararstjórum frá hverju félagi er boðið í kvöldsiglingu og tilheyrandi.

Dagskrá mótsins:

 • Er enn í mótun, verður sett inn á vefsíðu þegar nær dregur.
 • Á föstudeginum verður spennandi leikur milli landsliðs TM mótsins og pressuliðs er þjálfarar velja. Liðin keppa í sérmerktum búningum sem eru búnir til fyrir þennan leik. Hver leikmaður, sem tekur þátt í þessum úrvalsleik, fær að eiga sinn búning að leik loknum til minningar um þátttöku sína í leiknum.

 

Athugið að liðin þurfa alfarið að koma sér sjálf til Eyja. (Munið að panta tímanlega með flugi eða Herjólfi).

 • Við viljum minna á heimasíðu Herjólfs www.herjolfur.is
  • Gjaldflokkar eru þrír fyrir farþega
  • Börn 0-11 ára frítt
  • Unglingar 12-15 ára
  • Fullorðnir
  • Fólksbifreið, panta þarf tímanlega fyrir bíla
  • Athugið að verð er nokkuð breytilegt eftir hvort siglt er til og frá Þorlákshöfn eða Landeyjahöfn.