Breytingar á TM Mótinu 2021

31.05.2021

Í síðustu viku varð ljóst að breytingar þurfti að gera á áður auglýstri dagskrá mótsins m.t.t. þeirra gildandi takmarkana sem eru á samkomum og hefur mótsnefndin unnið að því skipulagi í samstarfi við aðgerðarstjórn almannavarna í Vestmannaeyjum.

  • Fótboltavellir verða hólfaskiptir og leikum liða þjappað saman á styttri tíma. Liðin koma á mótssvæði, keppa leikina sína og yfirgefa svæðið.
  • Ekki verður hægt að halda neina viðburði inni í íþróttahúsinu þ.a.l. verður hæfileikakeppnin rafræn í ár, kvöldvaka verður utandyra í hópum og verðlaunaafhending fer frama á keppnisvöllum strax að loknum úrslitaleikjum.
  • Landsleikirnir verða tveir eins og áður en verða spilaðir á sitthvorum tímanum.
  • Kvöldvaka verður utanhúss og verða tvær tímasetningar
  • Gistingum í skólum verður skipt í sóttvarnarhólf með sérinngang og verður ekki leyfilegt að fara á milli hólfa. Ekkert sameiginlegt rými.
  • Matsalurinn verður hólfaskiptur og fá félögin ákveðna tímasetningu í mat.
  • Foreldrar geta komið og fylgst með leikjum barna sinna en eftir þá þurfa þeir að yfirgefa svæðið. Foreldrar geta ekki komið inn á gististaði, í mat, á kvöldvöku/landsleik.
  • Sýnt verður frá landsleikjum og úrslitaleik á ÍBV TV.
  • Félögin skila inn nafnalistum með kennitölum og símanúmerum (hjá stelpunum þarf símanúmer foreldris) allra þeirra sem munu á einhverjum tímapunkti vera með armband á vegum mótsins. Ef liðsstjórarar eru að skipta með sér verkum eða eru með vaktarplan þá þurfum við að vita hvenær hver fylgir stelpunum. Þessum gögnum verður eytt 2 vikum eftir að móti lýkur.

Hér er hægt að sjá aðgerðaráætlun TM Mótsins 2021

Við munum setja inn dagskrá, leikjaplan, bátsferðaplan, gistiplan ofl. um leið og þau eru tilbúin.