Nokkur atriði fyrir Pæjumót

30.05.2006

Á kvöldvöku mótsins, á föstudagskvöldinu, verður haldin ÆDOL söngkeppni á milli félaganna í Pæjumótinu. Hvert lið má senda eitt atriði til keppni og má lagið í mesta lagi vera 3 mínútur að lengd. Undirspilið má ekki vera með neinum söng. Nú er bara að finna út úr því hver syngur best í þínu liði, finna rétta lagið, æfa fallegustu danssporin, hanna geggjuðustu búningana og ógurlegustu fagnaðarlætin til að allt verði nú sem flottast hjá þínu liði.

Gist verður í Hamarsskóla Vestmannaeyja og því stutt að ganga á vellina og í íþróttahúsið.

Við viljum minna aðstandendur liðanna á að taka með sér liðsfána og liðslagið til Eyja, svo við getum flaggað þínu liði og spilað fyrir ykkur lagið ykkar.

Knattspyrnukveðja