Afhending mótsgagna
Afhending mótsgagna verður á bryggjunni, sarfsmaður mótsins verður þar hjá rútunum.
Þátttökugjafir
TM og Ölgerðin gefa þátttökugjafir sem hægt er að nálgast í félagsheimili ÍBV í Týsheimilinu. 1-2 fullrúar frá hverju félagi sækja þær á miðvikudag, fljótlega eftir komu til Eyja. Þátttökupeningarnir fylgja mótsgjöfum og viljum við biðja félögin um að afhenda þá eftir að mótinu lýkur á laugardag.
Sea Life Trust
Öllum þátttakendum er boðið að heimasækja mjaldrasysturnar Litlu Hvít og Litlu Grá, einnig verður tilboð fyrir foreldra og systkini þátttakenda fimmtudag og föstudag, aðeins 1.000 kr. á mann.
Eldheimar
Keppendur fá frítt á gosminjasafnið Eldheima í fylgd með fullorðnum, en greiða þarf fyrir fullorðna.
Sagnheimar
Keppendur fá frítt á byggðarsafnið Sagnheima í fylgd með fullorðnum, en greiða þarf fyrir fullorðna.
Bílastæði
Fá bílastæði eru á mótssvæðinu en einnig er hægt að leggja bílum við íþróttahús og Þórsheimili. Mikilvægt er að halda akstursleiðum á stæðunum í kringum vellina opnum til að sjúkrabíll eigi greiðan aðgang. Lögregla hefur eftirlit með svæðinu og grípur til þeirra úrræða sem þeir kjósa ef bílum er ólöglega lagt, skapa hættu eða loka mikilvægum leiðum.
Félagsfáni
Öll félög mæta með félagsfána síns félags og flagga honum sjálf á fánastangir við Týsvöll, og taka hann síðan niður áður en haldið er heim á leið.
Rútuferðir
Rútuferðir verða frá bryggju í gistingu á miðvikudag og frá gistingu á bryggju laugardag fyrir þá sem hafa óskað eftir því, rúturnar byrja að ganga klukkutíma fyrir brottför Herjólfs á laugardag. Hægt er að vera á gististöðum fram að brottför Herjólfs á laugardag.
Sjúkravakt
Á skrifstofu ÍBV er hægt að nálgast plástur, klaka ofl. fyrir minniháttar meiðsli. Ef grunur er um alvarlega áverka skal alltaf hringja í 112.
Tapað/fundið
Allir óskilamunir sem verða eftir á mótssvæðinu, meðan á mótinu stendur, enda í íþróttahúsinu/sundlauginni, eins það sem verður eftir í skólunum þegar mótinu er lokið, síminn þar er 488-2400.
Kæligámar
Kæligámar eru við Barnaskóla og Hamarsskóla, sem félögin geta geymt nesti í
Landsleikir
Landsleikir eru á föstudagskvöld kl. 19:00 á Hásteinsvelli, spilaðir eru tveir leikir á sama tíma og gilda samanlögð úrslit úr báðum leikjum. Þjálfari tilnefnir fulltrúa síns félags og tilkynnir mótsstjórn, tveim tímum fyrir leik lætur þjálfari leikmann vita um þátttöku. Miðað er við að hvert félag eigi sinn fulltrúa í leiknum. Leikmenn keppa í sérstökum “Landsliðs” og “Pressuliðs” búningum sem eru gerðir sérstaklega fyrir þennan leik. Að leik loknum mega leikmenn eiga búningana sína.
Matur
Allar máltíðir, morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur verða í Höllinni við Strembugötu, nema grillveislan á laugardag verður fyrir utan Týsheimilið.
Verðlaun í mótslok
Á laugardegi keppa lið í 8 liða mótum. Sigurlið í hverju móti fá afhentan bikar og leikmenn gullpening. Leikmenn liðs í 2. sæti hvers móts fá afhenta silfurpeninga. Lið mótsins, valdir 10-12 bestu leikmenn mótsins að mati dómara sem fá sérstaka viðurkenningu. Prúðasta liðið á mótinu utan vallar, fær bikar. Tekið er mið af framkomu hópsins hvarvetna, “hópur” eru allir leikmenn félagsins, þjálfarar, fararstjórar og foreldrar. Háttvísi verðlaun KSÍ, dómarar velja prúðustu liðin í hverjum leik. Allir keppendur fá þátttökupening.
Úrslit
Ef leiðrétta þarf úrslit þá þarf að koma þeim skilaboðum til Sigfúsar eins fljótt og auðið er í síma 481-2060 eða sigfus@ibv.is
Veitingasala og WC
Veitingasala verður í Týsheimili, Þórsheimili og á Helgafellsvelli, þar verður einnig hægt að komast á salerni.
Sund
Frítt er í sund gegn framvísun þátttökuarmbands þrisvar sinnum yfir mótið. Til að geta gefið öllum kost á að fara í sund erum við með skráningu í sund, skjalið er sent á öll félög og deilt á fb. síðu TM Mótsins, einnig er hægt að hringja í sundlaugina 488-2400 og biðja starfsfólkið þar að skrá lið í sund. Hvert lið fær 40 mín frá því að því er hleypt inn í klefa.
Opnunartímar í sundlaug:
Virkir dagar kl. 6:30 - 21:00
Helgar kl. 9:00 - 18:00
"Strætó"
Reglulegar rútuferðir verða á matartíma. Frá íþróttamiðstöð (fánastöngum við Illugagötu) upp í Höll og til baka aftur. Rútan mun ganga stanslaust þennan hring á matmálstímum.
ÍBV TV
ÍBV TV er Youtube rás sem ÍBV Íþróttafélag notar til að sýna beint eða setja inn gömul myndbönd.
Hæfileikakeppninni,Landsleikirnir og úrslitaleikur mótsins verða sýndir í beinni á ÍBV TV.
Hægt verður að horfa á Hæfileikakeppnina og leikina áfram á ÍBV TV eftir að beinni útsendingu lýkur.
Liðsmyndataka
Jói frá SportHero verður að taka myndir af liðunum fyrir utan sundlaugina/íþróttahúsið á föstudag frá kl. 9:00, eingöngu fyrir liðin, ekki foreldra – gott ef liðin geta farið við fyrsta tækifæri í myndatöku
Starfsmenn SportHero munu einnig taka myndir í leikjum mótsins, þeir forráðamenn sem ekki vilja að barn þeirra sé myndað, er þeim bent á að senda póst á afskraning@sporthero.is og tilgreina nafn barns, lið, númer á treyju og leiktíma liðsins svo hægt sé að verða við óskum um að barn sé ekki myndað. Frekari fyrirspurnum um myndatöku er einnig hægt fá og svör við með pósti á johann@sporthero.is eða með símtali í síma: 662-1111.
Þjálfarar
Aðstaða verður fyrir þjálfara í Týsheimilinu, neðri hæð, gengið inn um hurð beint á móti stúkunni, hurðin verður merkt.
Leikir eftir hlé á laugardag
Kl. 15:00 - liðin sem lentu í 4. sæti í sínum riðli
Kl. 15:30 - liðin sem lentu í 3. sæti í sínum riðli (liðin sem lentu í 4. sæti í efstu tveim riðlunum)
Kl. 16:00 - liðin sem lentu í 2. sæti í sínum riðli (liðin sem lentu í 3. sæti í efstu tveim riðlunum)
Kl. 16:30 - liðn sem lentu í 1. sæti í sínum riðli (liðin sem lentu í 2. sæti í efstu tveim riðlunum)
Kl. 17:00 - liðin sem lentu í 1. sæti í efstu tveim riðlunum - Úrslitaleikur um TM Mótsbikarinn