Herjólfsferðir 2018

 

Mótsnefnd tekur frá fyrir keppendur, þjálfara og liðsstjóra (2 á hvert lið) í Herjólf. 

Auk þess eru tekin frá tvö bílapláss fyrir hvert félag, sem samsvara 1 Econoline og 1 fólksbíl.

 

Félögin skipa einn fulltrúa fyrir sitt félag sem er tengiliður við Herjólf og sér um öll samskipti við þau.

 

Tengiliðir félaganna senda póst á Ölmu Ingólfsdóttur alm@eimskip.is sem er tengiliður Herjólfs og sér um allar bókanir félaganna fyrir mótið.

 

Í póstinum þarf að koma fram staðfestur fjöldi iðkenda, þjálfara og fararstjóra. Taka þarf fram hversu margar stelpur eru yngri en 12 ára og hversu margar eru 12 ára og eldri, þar sem frítt er í skipið fyrir yngri en 12 ára. Og hvort þið ætlið að nýta eitt, tvö eða ekkert bílapláss og þá hvernig bíla þið eruð með. Félögin greiða fyrir þær stelpur eru orðnar 12 ára, fullorðna og bílapláss (þetta er ekki innifalið í mótsgjaldi).

 

Plássið í Herjólf er mjög eftirsótt og viljum við hvetja ykkur til að ítreka við foreldra að láta tengiliðinn ykkar vita ef þau ætla að taka barnið sitt með í aðrar ferðir. Plássið í skipinu skiptir miklu máli og ef Herjólfur er með nákvæma tölu frá ykkur þá komast fleiri að.

Þannig að ef fjöldatölur breytast þá þarf alltaf að láta Ölmu vita.

 

Einnig er mikilvægt að taka fram að þið séuð að bóka fyrir félag á TM Mótinu, svo að það ruglist alveg örugglega ekki við bókun félagsins á Orkumótinu.