Herjólfsferðir 2024

 

Mótsnefnd tekur frá fyrir keppendur, þjálfara og liðsstjóra (2 fullorðnir á hvert lið) í Herjólf. 

Auk þess eru tekin frá tvö bílapláss fyrir hvert félag.

Félögin skipa einn fulltrúa fyrir sitt félag sem er tengiliður við Herjólf og sér um öll samskipti við þau.

Tengiliðir félaganna senda póst á almai@herjolfur.is

Í póstinum þarf að koma fram:

 • TM Mót eða Orkumót
 • Nafn félags
 • Fjöldi barna (0-11 ára)
 • Fjöldi unglinga (12-15 ára) - miðað er við afmælisdag, þ.e. þær sem eru orðnar 12 ára þegar þær koma á mótið
 • Fjöldi fullorðinna
 • Hvað þið ætlið að nýta mörg bílapláss 1, 2 eða ekkert og hvernig bíla þið eruð með

 

Félögin greiða Herjólfskostnað, hann er ekki innifalinn í mótsgjaldi.

 • Plássið í Herjólfi er mjög eftirsótt og viljum við hvetja ykkur til að ítreka við foreldra að láta tengiliðinn ykkar vita ef þau ætla að taka barnið sitt með í aðrar ferðir. Plássið í skipinu skiptir miklu máli og ef Herjólfur er með nákvæma tölu frá ykkur þá komast fleiri að.
 • Þannig að ef fjöldatölur breytast þá þarf alltaf að láta Herjólf vita.
 • Tengiliður hvers félags getur bókað og greitt fyrir félagið í fráteknu ferðina frá 19. febrúar. Það þarf að vera búið að hafa samband við Herjólf og gefa upp loka fjöldatölur fyrir 20. mars, þegar allir hafa skilað loka tölum fara afgangsmiðar í ferðirnar í sölu.
 • Senda þarf nafnalista á Herjólf í síðasta lagi 15. maí.
 • Það geta ekki allir foreldrar ferðast með sömu ferð og barnið sitt þ.e. í fráteknu ferðirnar, það er takmarkað pláss í skipunu. Ef foreldri og barn vilja ferðast saman er betra að barnið fari í sömu ferð og foreldri. Passið bara að ekki sé líka bókað fyrir barnið í fráteknu ferðina með liðinu.
 • Foreldrar/fjölskyldur keppenda sem ætla að koma á mótið og eru ekki fararstjórar geta bókað sér ferð núna með Herjólfi á heimasíðu Herjólfs www.herjolfur.is