Mótsreglur

 

1. Keppt er á minivöllum.

              Leiktími á fimmtudegi og föstudegi er 2x15 mín. leikhlé 3 mín.

              Leiktími á laugardegi er 2x12 mín. leikhlé 2 mín.

 

2. Dæma skal eftir reglum fyrir 5. flokk 7 manna bolta.

 

3. Allir leikir skulu hefjast á því að dómari leiði liðin frá marki við girðingu að miðju vallarins.

            

4. Dómari skal ekki hefja leik nema þjálfari og varamenn séu á sínum stað. Varamaður og

    aðstoðarmenn verða að vera á merktu svæði. Dómari hefur heimild til að stöðva leikinn og leiðrétta

    stöðuna.

                  

 

5. Í leikjum skal aldrei skráður meiri markamunur en 3 mörk.

 

6. Röðun liða eftir árangri í riðlum:

            1. Stig // 2. Fleiri netto mörk // 3. Færri mörk fengin á sig // 4. Innbyrðis viðureign // 5 Hlutkesti

 

7. Verði lið jöfn að stigum í riðlakeppni gilda eftirfarandi reglur um röð liða:

            1. Markamismunur // 2. Ef markamunur er jafn, þá telst það lið ofar sem hefur fengið færri

             mörk á sig // 3. innbyrðis viðureignir // 4. Hlutkesti

 

8. Bikarúrslitaleikir:

    Verði lið jöfn að venjulegum leiktíma loknum fer fram framlenging 2x5 mín. Ef hún endar með

    jafntefli þá skal vítakeppni ráða úrslitum, 5 spyrnur á hvort lið, ef enn er jafnt þá er ein vítaspyrna á lið uns úrslit nást.

 

9. Neiti lið að mæta til leiks eða neiti að spila leik getur það átt á hættu að missa stig eða jafnvel vera

   dæmt úr leik. Mótanefnd hverju sinni ákveður viðurlög við broti sem þessu.