Mótsgjöld 2024
TM Mótið í Eyjum fer fram 13. - 15. júní 2024 (12. júní er komudagur)
Mótið er fyrir stúlkur í 5. flokk - spilaður er 7 manna bolti
- Mótsgjald pr. þátttakenda er kr. 31.500 og skiptist í tvær greiðslur, staðfestingargjald og lokagreiðslu.
- Eindagi á staðfestingargjaldi 10.000 kr. pr. þátttakenda er 2. febrúar, eftir það hækkar staðfestingargjald í 12.000 kr.
- Staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt.
- Eindagi á lokagreiðslu, 21.500 kr. pr. þátttakenda er 5. apríl, eftir það hækkar lokagreiðslan í 23.500 kr.
- Ef ekki hefur verið gengið frá lokagreiðslu 10 dögum eftir eindaga, fellur skráningin niður.
- Lokagjald 35.500 kr., ef verið er að bæta við þátttakendum eftir 5. apríl (ekki búið að greiða staðfestingargjald).
- Þátttakendur eru allir leikmenn og þeir fararstjórar/þjálfarar/liðsstjórar sem gista og/eða eru í mat á vegum TM Mótsins. Gerð er krafa um 1 fullorðinn á hvert lið, hámark 2 fullorðnir á hvert lið.
- Innifalið í mótsgjaldi:
- Gisting í þrjár nætur í svefnpokaplássi í skólastofu eða sambærilegu
- 3 x morgunmatur
- 3 x hádegismatur
- 3 x kvöldmatur
- 3 x sund
- Setningarathöfn/hæfileikakeppni
- Grillveisla
- Landsleikur
- Kvöldvaka
- Lokahóf
- Bátsferð
- Auk þess fá allir leikmenn gjafir frá styrktaraðilum mótsins
Bankareikningur í Landsbankanum Vestmannaeyjum nr. 401
Það er banki / höfuðbók / númer: 0185-26-401
Kennitala: 680197-2029
Vinsamlegast sendið kvittun á:
sigfus@ibv.is setjið einnig í skýringu fjölda td. 40-10 (fyrst keppendur, svo fullorðnir)
Herjólfsferð er ekki innifalin í mótsgjaldi en við tökum frá pláss í ákveðnum ferðum Herjólfs komu og brottfarardaga fyrir keppendur, þjálfara og fararstjóra.