Mótsgjöld 2024

 

TM Mótið í Eyjum fer fram 13. - 15. júní 2024 (12. júní er komudagur) 
Mótið er fyrir stúlkur í 5. flokk - spilaður er 7 manna bolti

 

 

Mótsgjald:
  • Mótsgjald pr. þátttakenda er kr. 31.500 og skiptist í tvær greiðslur, staðfestingargjald og lokagreiðslu.
  • Eindagi á staðfestingargjaldi 10.000 kr. pr. þátttakenda er 2. febrúar, eftir það hækkar staðfestingargjald í 12.000 kr.
  • Staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt.
  • Eindagi á lokagreiðslu, 21.500 kr. pr. þátttakenda er 5. apríl, eftir það hækkar lokagreiðslan í 23.500 kr.
  • Ef ekki hefur verið gengið frá lokagreiðslu 10 dögum eftir eindaga, fellur skráningin niður.
  • Lokagjald 35.500 kr., ef verið er að bæta við þátttakendum eftir 5. apríl (ekki búið að greiða staðfestingargjald).
  • Þátttakendur eru allir leikmenn og þeir fararstjórar/þjálfarar/liðsstjórar sem gista og/eða eru í mat á vegum TM Mótsins. Gerð er krafa um 1 fullorðinn á hvert lið, hámark 2 fullorðnir á hvert lið.
  • Innifalið í mótsgjaldi:
    • Gisting í þrjár nætur í svefnpokaplássi í skólastofu eða sambærilegu
    • 3 x morgunmatur
    • 3 x hádegismatur
    • 3 x kvöldmatur
    • 3 x sund
    • Setningarathöfn/hæfileikakeppni
    • Grillveisla
    • Landsleikur
    • Kvöldvaka
    • Lokahóf
    • Bátsferð
    • Auk þess fá allir leikmenn gjafir frá styrktaraðilum mótsins

     

Bankareikningur í Landsbankanum Vestmannaeyjum nr. 401

Það er banki / höfuðbók / númer: 0185-26-401

Kennitala: 680197-2029

 

Vinsamlegast sendið kvittun á:

sigfus@ibv.is setjið einnig í skýringu fjölda td. 40-10 (fyrst keppendur, svo fullorðnir)

 

 

Herjólfsferð er ekki innifalin í mótsgjaldi en við tökum frá pláss í ákveðnum ferðum Herjólfs komu og brottfarardaga fyrir keppendur, þjálfara og fararstjóra.

 

 

Fyrirvari vegna myndatöku á TM Mótinu
 
Hluti af TM Mótinu er myndataka frá setningu mótsins, leikjum keppenda og stemningunni af hliðarlínunni. Frá árinu 2011 hefur SportHero séð um að varðveita sögu mótsins með myndatöku á þátttakendum og umgerð TM Mótsins. Mótið er allt myndað við bestu aðstæður og geta foreldrar nálgast myndir af barni sínu á merktu svæði á mótinu sem og nálgast myndirnar af heimasíðu SportHero eftir að mótinu líkur. 
 
Allir þátttakendur fara með liði sínu í liðsmyndatöku og að loknu móti gefst forráðamönnum kostur á að nálgast myndirnar af liði sínu án endurgjalds, af heimasíðunni www.sporthero.is 
 
Með þátttöku á TM Mótinu er forráðamönnum því ljóst að barn þeirra verður að öllum líkindum myndað og þeir samþykkir því og myndir birtast af börnum þeirra, þeim til nálgunnar á mótinu eða af heimasíðu SportHero. 
 
Til þeirra forráðamanna sem ekki vilja að barn þeirra sé myndað, er þeim bent á að senda póst á afskraning@sporthero.is og tilgreina nafn nafn barns, lið, númer á treyju og leiktíma liðsins svo hægt sé að verða við óskum um að barn sé ekki myndað. Frekari fyrirspurnum um myndatöku er einnig hægt fá svör við með pósti á johann@sporthero.is eða með símtali í síma: 662-1111