Mótsgjöld 2021

 

TM Mótið í Eyjum fer fram 10. - 12. júní 2021 (9. júní er komudagur) 
Mótið er fyrir stúlkur í 5. flokk - spilaður er 7 manna bolti

 

Að öllu óbreyttu verður TM Mótið 2021 með sambærilegu sniði og mótið 2020 m.t.t covid, gera má ráð fyrir því að takmarka þurfi aðgengi fullorðinna í gistingu, mat og skemmtikvöld. Farið verður eftir því í einu og öllu hvaða reglur verða í gildi á þeim tíma sem mótið fer fram.

 

Liðagjald:

 • Mótsgjald pr. lið er kr. 24.000.
 • Eindagi var 25. janúar, eftir það hækkaði gjaldið í kr. 24.000.
 • Ef ekki hefur verið greitt mótsgjald fyrir lið 10 dögum eftir eindaga, fellur skráning liðsins niður.
 • Með greiðslu mótsgjalds er fjöldi liða frá hverju félagi staðfestur.
 • Þegar allir hafa staðfest liðafjölda, þá getum við farið að raða niður í Herjólfsferðir.
 • Gjaldið dregst ekki frá mótsgjöldum einstaklinga.
 • Gjaldið verður aðeins endurgreitt ef mótið fellur niður.
 • Innifalið í liðagjaldi: Rútuferð til og frá bryggju að gististað sé þess óskað, rútuferðir í kringum matartíma ofl.
 
Einstaklingsgjald:
 •  
 • Eindagi er 7. maí, eftir það hækkaði gjaldið í kr. 23.000 
 • Þátttakendur eru allir leikmenn og þeir fararstjórar/þjálfarar/liðsstjórar sem gista og/eða eru í mat á vegum TM Mótsins. Gerð er krafa um 1 fullorðinn á hvert lið, hámark 2 fullorðnir á hvert lið.
 • Innifalið í mótsgjaldi:
  • Gisting í þrjár nætur í svefnpokaplássi í skólastofu eða sambærilegu
  • 3 x morgunmatur
  • 3 x hádegismatur
  • 3 x kvöldmatur
  • 3 x sund
  • Setningarathöfn/hæfileikakeppni
  • Grillveisla
  • Landsleikur
  • Kvöldvaka
  • Lokahóf
  • Skemmtisigling
  • Auk þess fá allir leikmenn gjafir frá styrktaraðilum mótsins

     

Bankareikningur í Landsbankanum Vestmannaeyjum nr. 401

Það er banki / höfuðbók / númer: 0185-26-401

Kennitala: 680197-2029

 

Vinsamlegast sendið kvittun á:

sigfus@ibv.is setjið einnig í skýringu fjölda td. 40-10 (fyrst keppendur, svo fullorðnir)

 

 

Herjólfsferð er ekki innifalin í mótsgjaldi en við tökum frá pláss í ákveðnum ferðum Herjólfs komu og brottfarardaga fyrir keppendur, þjálfara og fararstjóra.