Breiðablik sigrar í keppni A-liða

16.06.2007
Breiðablik stóð uppi sem sigurvegarar mótsins eftir hörku úrslita leik við Aftureldingu í keppni A-liða. Afturelding komst yfir eftir einungis 2 mínútur og því á brattan að sækja fyrir blikastúlkur. En þær börðust eins og ljón á vellinum og jöfnuðu leikinn í fyrri hálfleik og tryggðu sér svo sigur í þeim seinni. Þróttur Nes. tryggðu sér svo þriðja sætið í vítakeppni á móti liði HK.

Í keppni B-liða sigraði Fjölnir í úrslitaleik á móti Breiðablik. ÍBV endaði í 3 sæti.

Í keppni C-liða vann Breiðablik 1, en blikastúlkur sigruðu lið ÍBV2 í úrslitaleiknum og enduðu HK stúlkur í þriðja sæti.

Hægt er að sjá öll úrslit og stöðu liða hér á síðunni. Undir Úrslit og Staða.