Kvöldvakan var haldin í gær

13.06.2008
Í gær fór fram hin árlega kvöldvaka Pæjumótsins en hún var haldin í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Troðfullt var út úr dyrum og nánast ömögulegt að komast að í húsinu. Eftir að Jóhann Pétursson Formaður ÍBV og Guðbjörg Karlsdóttir fulltrúi TM höfðu lokið ávörpum sínum var komið fánaberunum, en hvert félag sendi tvo leikmenn til að labba inn með fána félagsins. Fánaberar stóðu svo og flögguðu fánum sínum með þjóðsöngurinn var leikinn af Lúðrasveit Vestmannaeyja.

Eftir að þjóðsöngnum lauk var komið að því sem allar stelpurnar höfðu beðið eftir, Ædol-Keppni Pæjumótsins. Ædol-Keppnin er haldin árlega á Pæjumótinu og vekur ávallt gríðarlega lukku meðal keppenda sem og foreldra. Það er alltaf gaman að sjá hversu mikið stelpurnar leggja á sig til að hafa sitt atriði sem glæsilegast. Fyrri keppnir hafa allar verið glæsilegar og var keppnin í ár engu síðri. Atriðin voru í einu orði sagt stórkostleg.

Eftir að þessari glæsilegu keppni var lokið fór dómnenfndin baksviðs og fundaði um það hvaða atriði var aðeins flottara en eitthvað annað. Dómnefndin samanstóð af Guðný Óskarsdóttur, Arndísi Ósk og Hreim úr Landi og Sonum. Á meðan dómnefndin skeggræddi var farið í kappátskeppni þar sem Selfoss fór með sigur af hólmi eftir harða keppni. Reiptog var svo á milli farastjóra og þjálfara en fararstjórarnir rótburstuðu þjálfaran sem áttu ekki einu sinni möguleika. Áður en úrslitin voru tilkynnt tók Hreimur nokkur lög og á meðal þessara laga var nýja Þjóðhátíðarlagið. Pæjumótsgestir urðu því fyrsti til að heyra lagið sem vakti vægast sagt mikla lukku.

Að því loknu steig dómnefnd á svið og tilkynnti úrslitin. Í 3 sæti urðu Afturelding. Í 2 sæti voru Snæfellsnes. Í 1 sæti var hins vegar Katrín Ólafsdóttir frá FH sem heillaði alla upp úr skónum með flutningi sínum á Jolene. FH varð því sigurvegari Ædol-Keppnarinnar þriðja árið í röð. Blaðamenn tóku Katrínu sem er 12 ára en hún segist hafa verið að syngja síðan hún fæddist. Hún var ekki alveg viss afhverju hún valdi lagið Jolene en vissi alveg upp á hár um hvað lagið fjallaði en eins og hún lýsti því þá er það um konu sem er að missa manninn sinn til annarar konu. Þetta er í annað sinn sem Katrín kemur á mótið hún segir að það sé ógeðslega gaman á Pæjumótinu og vill óska þeim sem koma á næsta mót góðrar skemmtunnar.