Loftgæði góð, þrátt fyrir svifryk

09.06.2011
Aðeins hefur borið á öskumistri í Eyjum þar sem af er degi. Heilbrigðiseftirlitið mælir svifrikið og vildi fulltrúi stofnunarinnar koma eftirfarandi á framfæri:
Þið getið séð niðurstöður mælinga úr stöðvum á heimasíðunum www.heilbrigdiseftirlitid.is og www.ust.is og þar er mælirinn á Raufarfelli í beinni línu frá öskustöðvum.  Í morgun sýndi hann 5míkrogr./rúmmeter og nú 10 míkrógr/rúmmeter  en loftgæði teljast samt góð.  Þið getið beint áhyggjufullum foreldrum að fylgjast með á þessum heimasíðum en mælarnir eru með síritum og mæla á nokkura mín fresti.