Nýjar dagsetningar á TM Mótinu 2018

13.12.2017

Vegna fjölda áskoranna hefur TM mótsnefndin ákveðið að færa TM Mótið í Eyjum fram um einn dag.

Er þetta gert til að allir geti fylgst með fyrsta leik íslenska karlalandsliðsins á HM í Rússlandi á móti Argentínu, en hann er kl. 13:00 laugardaginn 16. júní.

TM Mótið í Eyjum verður því 13. -15. júní 2018 (12. júní komudagur).

Vonandi veldur þetta þátttakendum og aðstandendum þeirra ekki miklum óþægindum.

Áfram Ísland!