Þátttökugjöld árið 2018

 

Þátttökugjald:

 • Þátttökugjald pr. lið er kr. 18.500
 • Eindagi er 16. febrúar, eftir það hækkar gjaldið í kr. 20.500.
 • Ef ekki hefur verið greitt þátttökugjald fyrir lið 10 dögum eftir greiðsludag, fellur skráning liðsins niður.
 • Með greiðslu þátttökugjalds er fjöldi liða frá hverju félagi staðfestur.
 • Þegar allir hafa staðfest liðafjölda, þá getum við farið að raða niður mótinu.
 • Gjaldið er óafturkræft og dregst ekki frá mótsgjöldum einstaklinga.
 
Mótsgjald:
 • Mótsgjald pr. þátttakanda er kr. 18.500
 • Eindagi er 11. maí, eftir það hækkar gjaldið í kr. 19.500
 • Þátttakendur eru leikmenn, fararstjórar, þjálfarar og liðsstjórar. Allir sem gista og eru í mat á vegum TM Mótsins. Gerð er krafa um 2 fullorðna á fyrstu 2 liðin og svo 1 fullorðinn á hvert lið umfram það.

           Dæmi: Félag sem kemur með 1 lið borgar fyrir 2 fullorðna, að lágmarki.

                      Félag sem kemur með 2 lið borgar fyrir 4 fullorðna, að lágmarki.

                      Félag sem kemur með 3 lið borgar fyrir 5 fullorðna, að lágmarki.

                      Félag sem kemur með 4 lið borgar fyrir 6 fullorðna að lágmarki og svo koll af kolli. 

 

Bankareikningur í Landsbankanum Vestmannaeyjum nr. 401

Það er banki / höfuðbók / númer: 0185-26-401

Kennitala: 680197-2029

 

Vinsamlegast sendið kvittun á:

sigfus@ibv.is

 

 
 

Innifalið í þátttökugjaldi:

 • Við komu og brottför er rútuferð til og frá bryggju/flugvelli að og frá gististað sé þess óskað.
 • Gisting í svefnpokaplássi í skólastofu eða sambærilegu.
 • Morgunverður alla morgna, fimmtudag til laugardags.
 • Heit máltíð alla dagana. 1 máltíð á miðvikudegi, 2 máltíðir fimmtudag og föstudag auk þess ein á laugardag.
 • Skemmtikvöld, grillveisla, landsleikur, ball, skemmtisigling, lokahóf, 2x frítt í sund og ýmislegt annað skemmtilegt.
 • Rútuferð um eyjuna sem og bátsferð með Viking tours félögin skipuleggja sjálf bátsferð í samráði við Viking tours 488-4884

Fyrir foreldra og fararstjóra:

 • Tveimur fararstjórum frá hverju félagi er boðið í fararstjóraóvissu og tilheyrandi.

 

Athugið að liðin þurfa alfarið að koma sér sjálf til Eyja. (Munið að panta tímanlega með flugi eða Herjólfi).

 • Við viljum minna á heimasíðu Herjólfs www.herjolfur.is
  • Gjaldflokkar eru þrír fyrir farþega
  • Börn 0-11 ára frítt
  • Unglingar 12-15 ára
  • Fullorðnir
  • Fólksbifreið, panta þarf tímanlega fyrir bíla