Landsleikur TM-Mótsins með nýju sniði

14.06.2018

Þar sem að fjölgun félaga á TM-Mótinu í Eyjum er orðin það mikil að þá höfum við ákveðið að leiknir verði 2 landsleikir samtímis á Hásteinsvelli kl. 18:30 í dag. Leiknar verða 2 x 10 mínútur í hvorum leik. Mörk leikjanna telja sameiginlega, ein úrslit úr báðum leikjum. Einnig verður í hálfleik skipt þannig að pressuliðin skipta um völl. Helstu ástæður fyrir þessum breytingum eru þær að nú fá stelpurnar mun meiri tíma inná vellinum, í stað þess að hátt í 20 séu á varamannabekknum í einu að þá verða örfáir skiptimenn. Með því að láta pressuliðið skipta um vallarhelming í hálfleik að þá fá stelpurnar tækifæri á að spila á móti sem flestum. Við vonumst til að þessar breytingar mælist vel fyrir. Áfram Ísland/Pressulið