Landsleikurinn 2019

14.06.2019

Í kvöld fór fram landsleikur (leikir) TM-Mótsins 2019 þar sem fjöldinn á mótinu er orðinn það mikill að þá eru leiknir tveir leikir samtímis og telja samanlögð úrslit. Mörg glæsileg tilþrif sáust í leiknum og fóru leikar þannig að liðin skildu jöfn 2-2. Markaskorar voru fyrir landsliðið Jóna Guðrún Gylfadóttir frá Gróttu og Rakel Eva Bjarnadóttir frá FH. Fyrir pressuliðið skoruðu Blikinn Sunna Kristín Gísladóttir og Valsarinn Ágústa María Valtýsdóttir. Þess má geta að hending ræður því hvort leikmenn enda landsliðs eða pressuliðs megin. Heiðursgestir á leiknum voru bæjarstjóri Vestmannaeyja Íris Róbertsdóttir, Guðni Bergsson formaður KSÍ og Arnar Þór Viðarsson yfirmaður knattspyrnusviðs hjá KSÍ. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá leiknum.