Stjarnan TM-Móts meistari 2019

15.06.2019

Stjarnan 1 og Haukar 1 áttust við á Hásteinsvelli í dag í úrslitaleik mótsins. Eydís María Waagfjörð skoraði fyrst fyrir Stjörnuna en Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir jafnaði metin og þar við sat, en þar sem að liðið sem skorar fljótara mark í hálfleik stendur uppi sem sigurvegar séu leikar jafnir að þá var það Stjarnan sem er TM-Móts meistari árið 2019. Úrslit úr öðrum leikjum má finna undir "úrslit og riðlar" jafningjaleikir.