TM-Mótinu í Eyjum 2019 lokið

15.06.2019

Þá er TM-Mótinu í Eyjum 2019 lokið og viljum við þakka öllum þeim frábæru gestum sem sóttu okkur heim í ár kærlega fyrir. Við fundum strax á fyrsta fararstjórafundi að fólk var komið til Eyja með jákvætt og gott hugarfar, veðrið lék við okkur allan tímann og það hjálpar alltaf til. Hér á eftir má sjá hverjir hlutu verðlaun á lokahófinu fyrir utan sigurvegara á vellinum. Takk fyrir komuna.

TM móts liðið
Bernódía Sif Sigurðardóttir, ÍBV
Ásdís Embla Ásgeirsdóttir, Selfossi
Sunna Kristín Gísladóttir, Breiðabliki
Rut Sigurðardóttir, Haukum
Elsa Kristín Arnaldardóttir, Stjörnunni
Berglind Freyja Hlynsdóttir, FH
Ágústa María Valtýsdóttir, Val
Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir, Haukum
Ragnhildur Sóley Jónasdóttir, HK

Eydís María Waagfjörð, Stjörnunni

Prúðasta liðið

KA

Háttvísiverðlaun KSÍ

KFR

Nammiverðlaun
Selfoss