Breiðablik TM-Móts meistarar 2020

13.06.2020

Breiðablik sigraði Stjörnuna í úrslitaleik um TM-Móts bikarinn 2020 leikurinn fór fram á Hásteinsvelli við bestu aðstæður. Leikurinn var vel leikinn og hörkuspennandi. Lokatölur urðu 2-2 en þar sem að Breiðablik skoraði fljótara mark í hálfleik að þá standa þær uppi sem sigurvegarar, en bæði lið geta gengið stolt frá borði eftir frábæra frammistöðu. Mörkin í leiknum skoruðu þær Anna Björk Ármann og Högna Þóroddsdóttir fyrir Stjörnuna og fyrir Breiðablik Lilja Þórdís Guðjónsdóttir og Edith Kristín Kristjánsdóttir. Önnur úrslit mótsins má sjá undir úrslit og riðlar (jafningjaleikir).