TM-Mótið 2021 komið á fullt skrið

10.06.2021

Stelpurnar hófu leik í stundvíslega kl. 8:20 í morgun og fengu margar væna gusu af rigningu á sig, en eftir sólmyrkvann er bjart og þurrt sem stendur. Úrslitin koma jafnt og þétt inn á síðuna og biðjum við ykkur um að fylgjast vel með og láta vita ef eitthvað stemmir ekki, athugið þó að aldrei er skráð meira en 3 marka munur. Hringið í 481-2060 eða sendið á sigfus@ibv.is ef eitthvað er rangt skráð.