Úrslit í Hæfileikakeppninni

11.06.2021

Dómnefndin hefur horft á öll myndböndin sem send voru inn í Hæfileikakeppnina og komist að niðurstöðu:

 

Flottasta atriðið

KA

Atriði sem hafði allt sem dómnefnd leitast eftir. Mjög flottur dans sem inniheldur samsetningar og gott flæði. Samhæfing hópsins mjög góð. Frábær staðsetning á tökustað og skemmtileg myndataka. Hellingur af húmor en umfram allt mikil og heillandi leikgleði. Alger negla hjá KA.

 

2. sæti

RKV

Atriði sem hafði nánast allt sem dómnefnd horfir til. Flottur dans, vel samsettur og gott flæði, flottur tökustaður, góð myndataka, flottir búningar og leikgleði.

 

3. sæti

Höttur

Mjög vel heppnað hvað myndbandið var á miklu tempói og þá varð mikið úr litlum og skemmtilegum bröndurum. Mikil gleði ríkjandi og gat dómnefnd ekki annað en farið brosandi út í daginn eftir að hafa horft á atriði Hattar.

 

Við óskum þeim innilega til hamingju og munum hafa samband við fulltrúa frá félögunum á morgun til að koma og taka á móti viðurkenningum.