KA og Víkingur leika til úrslita um TM titilinn 2021

12.06.2021

Í dag kl. 18:00 leika KA og Víkingur R. til úrslita um TM-móts bikarinn 2021.

 

Varðandi leikina eftir hléð að þá er þumalputtareglan sú að þau sem enduðu í 4. sæti síns riðils í dag laugardag, hefja leik kl. 15:30, þau lið sem enduðu í 3. sæti síns riðils leika klukkan 16:00, liðin sem enduðu í 2. sæti eiga leik kl. 16:30.

 

Liðin sem enduðu í 1. sæti síns riðils leika til úrslita um bikar kl. 17:15. Undantekningarnar eru þær að liðin KA og Víkingur sem unnu sína riðla spila kl. 18:00 á Hásteinsvelli 2 og þau tvö lið sem enduðu í 2. sæti tveggja efstu riðlanna leika um 3. sætið á Hásteinsvelli 2 kl. 17:15.