KA TM meistarar 2021 í Eyjum

12.06.2021

Lið KA er TM móts meistarar árið 2021, þær léku við hvurn sinn fingur allt mótið og sigruðu verðuga andstæðinga sína Víking frá Reykjaví í úrslitaleik 3-1. Aníta Ingvarsdóttir gerði öll mörk KA í leiknum en Karítas Eva Rögnvaldsdóttir gerði mark Víkinga. Við óskum báðum liðum innilega til hamingju með glæsilegan árangur.