TM-Mótinu í Eyjum 2021 lokið

12.06.2021

Þá er TM-Mótinu í Eyjum 2021 lokið, við viljum þakka öllum gestum okkar kærlega fyrir komuna, og vonum að í farteskinu til baka frá Eyjum verði margar góðar minningar sem ylja um ókomin ár. Mótið í ár var það allra fjölmennasta í liðum talið sem haldið hefur verið í Eyjum hvort sem horft er til TM-Mótsins eða Orkumótsins sem er fyrir stráka í 6. flokki frá upphafi. Hægt er að fara undir uppgjör á síðunni og sjá þar sigurvegara og tilnefningar mótsins sem og nokkur ár aftur í tímann.