Verðlaun verða veitt úti á velli eftir síðustu leiki liða

12.06.2021

Þau lið sem vinna til verðlauna, til að mynda í bikarúrslitaleikjum, prúðasta liðið, háttvísiverðlaun TM og leikmenn í úrvalsliði TM-mótsins, munu fá verðlaunin úti á velli eftir síðasta leik.

 

Starfsmaður frá ÍBV eða mótsstjórn mun koma og sjá um verðlaunaafhendinguna eftir leiki liðanna, vinsamlegast sýnið þolinmæði því mögulega er einn starfsmaður með fleiri en eina verðlaunaafhendingu á sinni könnu.

 

Bestu kveðjur, mótsstjórn TM-mótsins.