Landsleik TM mótsins 2023 lokið

16.06.2023

Í kvöld áttust við Landsliðin og Pressuliðin (skipt upp í 2 lið hvoru vegna fjölda) leiknir eru tveir leikir á sama tíma og telja mörkin úr þeim saman.

Leikar í kvöld fóru þannig að Landsliðið stóðst Pressuliðinu ekki snúning að þessu sinni og fór Pressuliðið með sigur af hólmi 5-2. Mörk Pressuliðsins skoruðu Karen Dís Vigfúsdóttir (2) Fylki, Sigrún Agnes Smáradóttir Aftureldingu, Karítas Davíðsdóttir Haukum og Emma Julía Cariglia Þór Ak. Fyrir Landsliðið skoruðu Telma Svava Andrésdóttir Hamri og Júlíana Hrefna Gunnarsdóttir Fjölni. Það leyndi sér ekki í leiknum að þarna eru margar stelpur sem geta látið mikið að sér kveða í framtíðinni.