Breiðablik TM móts meistari 2023

17.06.2023

Það var lið Breiðabliks sem tryggði sér TM móts bikarinn eftir sigur á liði Selfoss í úrslitaleik á Hásteinsvelli á sjálfan Þjóðhátiðardaginn 17. júní.

Það var allt í járnum lengi framan af og liðin skiptust á að sækja en það var Yasmin Ísold Rósa Rodrigues sem braut ísinn í síðari hálfleik og skoraði með glæsilegu langskoti sem var óverjandi, Yasmin var svo aftur á ferðinni stuttu síðar þegar hún skoraði með hnitmiðuðu skoti úr teignum 2-0. Það var svo Thelma Gautadóttir sem innsiglaði sigur Blika þegar hún skoraði af harðfylgi úr teignum.