Sund - bókanir

11.06.2024

Opnað verður fyrir bókanir í sund fyrir morgundaginn kl. 9:00 í dag á noona.is, hægt verður að bóka 1 dag fram í tímann - hægt verður að bóka fyrir fimmtudag á miðvikudag osfrv. Liðsstjórar þurfa að passa að liðin séu aðeins skráð einu sinni á dag.

Setja þarf nafn liðs í reitinn sem vanalega er fyrir nafn þess sem bókar.

Hvert lið hefur 40 mín frá því að hleypt er inn í klefa og þangað til þau þurfa að vera komin upp úr lauginni. Mikilvægt er að mæta á réttum tíma, þar sem tíminn telur frá bókaða tímanum. Tilkynna þarf komu sína í afgreiðslu og fá úthlutuðum klefa. Innifalið í mótsgjaldi er 3x sund, þegar keppendur koma með liðinu, sýna þarf armband í afgreiðslu.

Það þarf 1 fullorðinn að fara með hverju liði ofan í laugina og 1 fullorðinn þarf að vera á bakkanum.