KR TM-móts meistari 2024

15.06.2024

Það voru lið KR og Vals sem mættust á Hásteinsvelli í úrslitaleik TM-mótsins 2024. KR-ingar komust yfir snemma leiks með marki Oktavíu Gunnarsdóttur og þrátt fyrir tilraunir Vals til að jafna leikinn tókst þeim það ekki og KR-ingar því meistarar og óskum við þeim til hamingu með sigurinn. Nú halda liðin til síns heima og þökkum við öllum fyrir komuna á mótið og vonum að allir eigi góðar minningar til að ylja sér við. Meira efni frá mótinu og upplýsingar munu koma inn á síðuna næstu vikuna.