Pæjumót ÍBV 9.-11. júní 2006
05.01.2006Pæjumót ÍBV 9.-11. júní 2006.
Pæjumót 2006 verður haldið í Vestmannaeyjum dagana 9. -11. júní. Liðin verða vera mætt á svæðið á fimmtudagskvöld 8. júní, byrjað verður að spila snemma á föstudagsmorgni. Sú nýbreytni var tekin upp sl. sumar að hafa mótið eingöngu fyrir 5. flokk kvenna og virðist það hafa verið hárrétt ákvörðun. Mótið gat ekki gengið betur og lýstu þjálfarar og fararstjórar ánægju sinni með framkvæmd mótsins. Stelpurnar spiluðu fótbolta úti og inni, og skemmtu sér þess á milli. Fóru í bátsferð, diskósund, sungu í Ædolkeppni o.s.frv.
Stelpurnar eru eingöngu tvö ár í 5. flokki þannig að þetta er eina tækifærið fyrir þær að koma til Eyja á pæjumót. Aðstaða til knattspyrnuiðkunar er mjög góð í Vestmannaeyjum og finnst krökkum viss ævintýraljómi að fara til útlanda í keppnisferð.
Lítið mál er að ferðast milli lands og Eyja. Herjólfur fer tvær ferðir á dag alla daga eftir áramót (þarf að panta tímanlega fyrir bíla og í kojur), Landsflug flýgur á hverjum degi og Flugfélag Vestmannaeyja bíður upp á flug frá Bakka (aðeins ca. 8 mínútna flug).
Þáttökutilkynningu skal senda til Pæjumótsnefndar á netfangið paejumot@ibv.is eða á fax 481-1260. Heimilt er að tefla fram A, B og C liði.
Mikilvægt er að staðfesta þáttöku tímanlega.