Keppendur mættir - gott veður í Eyjum
13.06.2007
Allir keppendur eru mættir til Eyja og allt stefnir í glæsilegt Pæjumót í ár, nú sem endranær. Þátttökufjöldinn er tæp 300 manns sem er svipað og í fyrra. Veðrið er með allra besta móti í Eyjum og tekur vel á móti þátttökugestum. Það spáir þó smá úrkomu á laugardaginn en það rætist auðvitað ekkert úr því heldur mun veðrið væntanlega leika við mótsgesti.
Fyrstu leikir hefjast í fyrramálið með innanhússmóti hjá A og C liðum. Mótið heldur síðan áfram fram eftir degi og síðan mun allt verða vitlaust í Íþróttahúsinu annað kvöld þegar Jógvan Hansen stígur á svið ásamt því sem Ædol keppni mótsins fer fram.
Hvetjum alla til að fylgjast vel með hér á síðunni en við munum verða dugleg að hlaða inn myndum eins og venjan er.
Fyrstu leikir hefjast í fyrramálið með innanhússmóti hjá A og C liðum. Mótið heldur síðan áfram fram eftir degi og síðan mun allt verða vitlaust í Íþróttahúsinu annað kvöld þegar Jógvan Hansen stígur á svið ásamt því sem Ædol keppni mótsins fer fram.
Hvetjum alla til að fylgjast vel með hér á síðunni en við munum verða dugleg að hlaða inn myndum eins og venjan er.