Öskrandi stemmning á kvöldvöku
15.06.2007Það er ekki ofsögum sagt, að það var brjáluð stermning á kvöldvöku Vöruvalsmótsins í gærkvöld. Hápunktar kvöldsins voru Ædol keppnin og hinn frábæri Jógvan. Hann var ásamt Jórunni Jónsdóttur dómari í keppninni. Sigurvegari Ædol keppninnar var stúlka úr F.H., Katrín Helga Ólafsdóttir.
Þakið á troðfullri Íþróttahöllinni ætlaði að rifna af húsinu þegar Jógvan söng sitt þekktasta lag, "Hvern einasta dag", það var frábært, að heyra stelpurnar taka undir með X factor stjörnunni færeysku. Auðheyrt var að vinsældir Jógvans eru meiri en við gerðum okkur grein fyrir.
Farastjórar rúlluðu þjálfururm upp í reiptogi og Sandra Björk úr Aftureldingu sigraði á sjónarmun í kókosbolluáti skoluðu niður með Pepsi, að sjálfsögðu.