Pæjumót TM 2009
26.03.2009Drög að dagskrá:
Fimmtudagur 11.júní: Morgunmatur, leikir fram eftir degi, matur seinnipart og setning/kvöldvaka (hæfileikakeppni þáttakenda) um kvöldið.
Föstudagur 12. Júní: Morgunmatur, leikir, hádegismatur, Landsliðs- og Pressuleikur, grill seinnipartinn og sundlaugardiskó um kvöldið.
Laugardagur 13. Júní: Morgunmatur, leikir fram að hádegi, hádegismatur og lokahóf. Brottför í Herjólf/Flug.
Verð um kr.9.000 á mann og kr.10.000 staðfestingargjald fyrir hvert lið, óafturkræft. Frítt fyrir einn þjálfara/fararstjóra með hverju félagi.
Innifalið í mótsgjaldi er í raun allt eftir að stigið er á land í Eyjum. Rúta við komu og brottför, 3 morgunverðir, 2 hádegisverðir, 1 kvöldmatur, 1 grillveisla, bátsferð, kvöldvaka, sund og sundlaugardiskó og gjafir.
Svo er frítt fyrir þáttakendur í Náttúrugripasafn Vestm.
Frítt er í Herjólf fyrir 11 ára og yngri, 12-15 ára greiða eina einingu, kr.490 ef keypt er afsláttarkort. Athugið að þáttakendur sjá um að panta í Herjólf.