Arna Dís Arnþórsdóttir hlaut Lárusarbikarinn
13.06.2009Arna Dís Arnþórsdóttir úr Stjörnunni var valin efnilegasti leikmaður Pæjumótsins á lokahófi mótsins í dag.
Hún fékk því afhentan Lárusarbikarinn en hann er nefndur eftir Lárusi Jakobssyni sem vann mikið og gott starf fyrir knattspyrnuna í Eyjum á sínum tíma og var einn af stofnendum Shellmótsins. Lárus lést langt um aldur fram árið 1994.
Arna Dís er vel að því komin að varðveita Lárusarbikarinn næsta árið en hún átti virkilega gott mót og skoraði meðal annars bæði mörk landsliðsins í leik Landsliðs og Pressuliðs í gær.
Til hamingju Arna !