Sara Björk Gunnarsdóttir hvetur ungar knattspyrnustelpur áfram!

11.06.2013

Pæjumót TM í Vestmannaeyjum verður haldið dagana 12.- 15. júní. Pæjumót TM í Eyjum og á Siglufirði eru haldin árlega og eru fyrir knattspyrnustelpur í 5. flokki mótið í Eyjum en á Siglufirði fyrir stelpur í 5.6.7. og 8. Flokki.

“Pæjumótin eru fjörug og skemmtileg og eru hvatning fyrir ungar knattspyrnustelpur” segir Sara Björk Gunnarsdóttir fyrrum fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu.

Sara Björk segir að Pæjumótin hafi verið eitt af því skemmtilegasta sem hún gerði þegar hún steig sín fyrstu skref í boltanum. “Ég fór einu sinni á Pæjumótið í Eyjum en ég er uppalin í Haukum og við fórum mjög oft á Pæjumótið á Siglufirði. Ég man þegar við unnum mótið á Siglufirði. Mjög eftirminnileg minning sem ég mun aldrei gleyma. Ég var líka valin besti leikmaður 6. flokks á Pæjumótinu í Eyjum og á voða fínan bikar.” segir Sara Björk.