Góð heimsókn á þrítugasta TM-Mótið í Eyjum.
13.06.2019Í dag litu við á TM Mótinu í Eyjum tignir gestir forsetar Þýskalands og Íslands ásamt föruneyti sem í voru meðal annars Martin Eyjólfsson (bjargvættur) sendiherra í Þýskalandi, Ásgeir Sigurvinsson sem gerði garðinn frægan meðal annars í Þýska boltanum á árum áður, Heimir Hallgrímsson þjálfari sem vart þarf að kynna, sem og bæjarstjóri Vestmannaeyja Íris Róbertsdóttur svo einhverjir séu nefndir. Virkilega gaman að fá þetta fólk í heimsókn.