Gisting

04.06.2021

 

Gist er á átta stöðum víðsvegar um bæinn og er þeim skipt upp í tólf sóttvarnarhólf, hér er hægt að sjá gistiplan.

Við biðjum ykkur um að fara eftir þessum reglum:

  • Notið aðeins þann inngang sem er merktur ykkur á gistiplaninu.
  • Ekki fara á milli sóttvarnarhólfa.
  • Aðeins þeir sem eru með armband geta farið inn í gistingu.
    • Það er leyfilegt að hafa 1-2 fararstjóra á lið (þeir sem eru með armband), þessir fararstjórar verða að hjálpa stelpunum að koma sér fyrir, foreldrar geta ekki farið inn í skólann til að blása upp dýnu, rúlla út svefnpoka oþh.
    • Foreldrar geta ekki farið inn í skólann ef eitthvað gleymist, aðeins fararstjóri með armband getur það.
    • Foreldrar geta ekki farið inn í skólann til að tala við dóttur sína/kyssa hana góða nótt, þeir þurfa að hringja í fararstjórann og biðja um að dóttirin hitti þá fyrir utan skólann.
    • Ekki láta armband fararstjóra ganga á milli nema það sé skráð í vaktaplan sem var skilað til mótsstjórnar fyrir mót.
  • Ekki er leyfilegt að hafa sameiginlegt nestisrými í skólunum.

ATHUGIÐ!

Þessar reglur eru settar af sóttvarnarástæðum. Ef upp kemur smit í skólunum þá getur smitrakningarteymi fengið allar upplýsingar hjá okkur þ.e. hverjir hafa verið í gistingu og á hvaða stað í skólanum, einnig getur það fækkað þeim sem þyrftu að fara í sóttkví.

 

Þeir sem eru á vöktum í skólunum eru sjálfboðaliðar á vegum félagsins sem eru allir af vilja gerðir til að aðstoða ykkur, við biðjum ykkur um að sýna þeim kurteisi.