Skráning hafin á TM Mótið 2022

28.10.2021

 

TM Mótið í Eyjum verður 9.-11. júní 2022 (8. júní komudagur)

Mótið er fyrir stúlkur í 5. flokki - spilaður er 7 manna bolti

 

Það er okkur mikið gleðiefni hvað TM Mótið í Eyjum hefur vaxið og dafnað síðustu ár en sl. sumar héldum við stærsta mótið frá upphafi með 120 liðum. En það er líka ljóst að við höfum ekki mikla möguleika til að stækka mótið meira en það. Við förum af stað með skráningu án þess að setja einhverjar takmarkanir eða reglur með hana, en ef aðsóknin verður meiri en við ráðum við þá er ljóst að við þurfum að grípa til einhverra aðgerða. 

 

Opið verður fyrir umsóknir til og með 19. nóvember 2021, vinsamlegast fyllið út þetta skjal til að sækja um.

Allar upplýsingar um mótsgjöld eru hér.

Allar fyrirspurnir sendist á siggainga@ibv.is