FH sigraði hæfileikakeppnina

10.06.2022

Úrslitin í Hæfileikakeppninni voru tilkynnt á kvöldvökunni í kvöld.

Hérna eru úrslitin og umsögn dómarana um atriðin.

 

1. sæti: FH

Atriðið hafði allt sem dómnefnd leitast eftir. Dansinn flottur, vel samsettur og flæðið á stúlkunum til fyrirmyndar. Búningarnir flottir og frábært hvernig allar stúlkurnar fengu að njóta sín í atriðinu. Gleðin hjá stelpunum smitaði mikið út frá sér og húmorinn var í fyrirrúmi! Nýr texti við lagið var frábær og frumleikinn mikill! Algjör negla hjá FH!

 

2. sæti: Víkingur

Atriðið hafði einnig nánast allt sem dómnefnd horfir til. Stúlkurnar stóðu sig frábærlega með dansinum en hann var vel samsettur og "kóreógrafían" virkilega vel útsett. Flæðið var mjög gott, stúlkurnar allar í stíl og sýndu fram á mikla leikgleði. 

 

3. sæti: RKV

Atriði sem hafði nánast allt sem dómnefnd horfir til. Flottur dans, vel samsettur og gott flæði, flottir búningar og leikgleði.

 

Frumlegasta atriðið: KF/Dalvík

Stúlkurnar í KF/Dalvík skiluðu okkur frábærum nútímadansi sem hreyfðu við dómurunum. Það var saga sem lá þar að baki sem þær túlkuðu frábærlega með fallegum hreyfingu, góðu flæði og vel samhæfðum dansi. Stelpurnar eiga hrós skilið fyrir sitt atriði! Takk KF/Dalvík!