TM-Mótinu 2022 lokið

11.06.2022

Við vorum einstaklega heppin með veðrið og gesti á TM-Mótinu í ár um 1.100 stelpur öttu kappi frá 34 félögum í 124 liðum.

KA stóð uppi sem TM-Meistarar en margir aðrir unnu sína sigra á mótinu. Við viljum þakka gestum okkar fyrir komuna og vonandi fara allir með góðar minningar í pokahorninu heim á leið. Undir úrslit og riðlar má sjá úrslit leikja og hér að neðan birtist nokkurs konar uppgjör mótsins.

TM-mótsliðið    
Kara Guðmundsdóttir KR  
Björgey Njála Andreudóttir Hamar  
Bríet Fjóla Bjarnadóttir KA  
Sara Kristín Jónsdóttir Haukar  
Nadía Steinunn Elíasdóttir ÍA  
Sara Rún Auðunsdóttir Selfoss  
Elísabet María Júlíusdóttir Breiðablik  
Telma Dís Traustadóttir FH  
Ásta Sylvía Jóhannsdóttir Víkingur R.  
Sólveig Alba Pálmarsdóttir Stjarnan  
Lísa Steinþórsdóttir Breiðablik  
Katla Hjaltey Finnbogadóttir KA  
     
     
Prúðasta liðið:  Höttur  
Háttvísiverðlaun TM: Fjarðabyggð  
     
     
Sigurvegarar: 1. sæti 2. sæti
Ísleifsbikarinn: RKV 1 KR 1
Drangavíkurbikarinn: Selfoss 2 Haukar 2
Bergeyjarbikarinn: ÍR 2 Víkingur R. 6
Þórunnar Sveinsbikarinn: Njarðvík 2 Selfoss 5
Glófaxabikarinn: Grindavík 1 Breiðablik 3
Huginsbikarinn: Valur 1 HK 2
Bergsbikarinn: FH 2 Breiðablik 2
TM Mótsbikarinn: KA 1 Breiðablik 1
Herjólfsbikarinn:  Þróttur R. 4 Breiðablik 7
Sigurðarbikarinn: KR 5 RKV 5
Stígandabikarinn: ÍA 2 Víkingur R. 4
Gandíbikarinn:  Þór Ak. 3 Hamar 2
Álseyjarbikarinn: Fylkir 3 Þróttur R. 3
Bylgjubikarinn: Fylkir 5 Fram 3
Gullbergsbikarinn: Fram 1 Víkingur R. 3
Dala-Rafnsbikarinn: Njarðvík 1 KFR 1