Landslið - Pressulið 3-3 (2025)
13.06.2025Landsliðið og Pressuliðið háðu árlegan leik sinn á TM-mótinu í Eyjum í kvöld.
Leikurinn fór fram á Þórsvelli í sól og blíðu, það blés þó ekki byrlega fyrir Pressuliðið því þær lentu 3-0 undir en þær sýndu svo sannarlega karakter og komu tvíefldar til leiks í síðari hálfleik, gerðu 3 mörk og jöfnuðu leikinn. Sem fór að lokum 3-3. Mörk Landsliðsins skoruðu Elísabet Una Jakobsdóttir FH, Kolfinna Lind Tryggvadóttir ÍBV og Arna Hlín Unnarsdóttir ÍBV. En fyrir Pressuliðið skoruðu þær Rakel Lea Beck Baldursdóttir KFA, Védís Eva Vésteindóttir Þrótti Reykjavík og Tawba Nesma Amrouni RKVN. Framundan kvöldvaka og verðlaunaafhending fyrir hæfileikakeppni gærdagsins og svo á morgun laugardag er loka keppnisdagur mótsins.