Sólin skín líkt og stelpurnar á TM-mótinu 2025

13.06.2025

Dagur 2 á TM-mótinu 2025 tók á móti keppendum og öðrum sólskinsbjartur. Leikir allir komnir á fullt skrið og þið hjálpið okkur með að úrslit séu rétt skráð undir úrslit og riðlar, ef þið sjáið ranga skráningu endilega látið vita á sigfus@ibv.is eða í síma 481-2060. Einnig viljum við minna á landsliðstilnefningar þær verða að skila sér eigi síðar en 13:00 í dag svo hægt sé að skipuleggja leikinn vel.