FH meistarar TM-mótsins 2025
14.06.2025FH sigraði Gróttu í úrslitaleik TM-mótsins 2025
Það var allt stál í stál í venjulegum leiktíma og staðan að honum loknum 0-0. FH kom sterkara inn í framlengingu og skoraði Elísabet Una Jakobsdóttir tvö mörk beint úr aukaspyrnum og því sigraði FH Gróttu 2-0. Við viljum þakka öllum gestum móstins kærlega fyrir komuna og vonum að þeir fari heim á leið með góðar minningar. Ýmsar upplýsingar rata síðan inn á síðu mótsins og upptaka frá úrslitaleiknum einnig.





