Skráning á TM Mótið 2024 hefst 22. nóv. kl. 10:00

14.11.2023

Opnað verður fyrir skráningar á TM Mótið 2024 miðvikudaginn 22. nóvember kl. 10:00 hér.

 

Mótið á næsta ári verður 112 liða mót, því verður lokað fyrir skráningar þegar þeim fjölda hefur verið náð, hægt verður að skrá lið á biðlista.

 

Hér er hægt að sjá drög að dagskránni, við vekjum athygli á því að öll liðin eiga einn leik eftir hádegi á laugardag, annað hvort jafningjaleik eða bikarleik.

 

Hægt er að bóka gistingu á booking.com eða bæta sér í Facebook hóp þar sem verið er að auglýsa húsnæði til leigu, einnig hægt að auglýsa eftir húsnæði til leigu yfir mótið.

 

Hægt er að bóka Herjólfsferðir hér. Við tökum frá fyrir keppendur, þjálfara og fararstjóra í ákveðnar ferðir, aðrar ferðir eru komnar í sölu.